Fréttasafn
Fréttir frá Sveitarfélaginu Árborg.
Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu
Fréttir frá Sveitarfélaginu Árborg.
Gullin í grenndinni er útináms- og samstarfsverkefni tveggja skóla á Selfossi, leikskólans Álfheima og grunnskólans Vallaskóla. Meginmarkmið verkefnisins er að nemendur kynnist náttúrunni og læri og upplifi hana á fróðlegan og skemmtilegan hátt, auk þess að skapa tengsl á milli skólastiganna tveggja.
Sjá nánarVikan hefur það að markmiði að kynna og varpa ljósi á það mikilvæga starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum og ungmennahúsinu fyrir börn og ungmenni.
Sjá nánarLitrík og tilfinningaþrungin olíumálverk eftir abstraktlistamanninn Jakob Veigar Sigurðsson prýða nú skrifstofur, viðtals- og fundarherbergi í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.
Sjá nánarForvarnardagur Árborgar var haldinn miðvikudaginn 8. október sl. og tókst afar vel. Deginum er ætlað að efla forvarnarstarf meðal ungmenna og skapa tækifæri til fræðslu, umræðna og jákvæðra tengsla.
Sjá nánarÁrborg auglýsir til sölu byggingarétt fyrir íbúðarhúsnæði. Um er að ræða 5 parhúsalóðir fyrir alls 10 íbúðir. Stærð lóðanna er á bilinu 1.157 -1.200 m2.
Um er að ræða vel staðsettar lóðir nærri sterkum þjónustukjörnum.
Kæru gestir sundlauga Árborgar! Frá og með 1. október munu nýjar reglur taka gildi í Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar. Þessar breytingar eru gerðar með það að markmiði að tryggja betra öryggi og hreinlæti fyrir alla gesti okkar og bæta almenna upplifun í sundlaugum Árborgar.
Sjá nánarSveitarfélagið Árborg óskar eftir því að áhugasöm verslunar- og þjónustufyrirtæki starfandi í sveitarfélaginu Árborg sendi tilboð í gjafabréf vegna jólagjafa starfsmanna.
Sjá nánarÞann 1. október næstkomandi hefst í sextánda sinn, Menningarmánuðurinn október í Árborg. Dagskráin 2025 er fjölbreytt að vanda og viðburðir í boði fyrir alla aldurshópa samfélagsins. Hátíðin er mótuð af íbúum sveitarfélagsins, félagasamtökum og fleirum. Í henni kynnumst við miklu af því glæsilega menningar- og listastarfi sem fram fer í sveitarfélaginu Árborg.
Sjá nánarMyndlistarnemar við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa sett upp fjölbreytta sýningu í Sundhöll Selfoss. Um er að ræða allra stærstu sýningu sem nemendur skólans hafa sett upp í opinberu rými. Sú ber yfirskriftina Möndlað með módernisma enda helsta viðfangsefni hennar listastefnur á tímabilinu 1850-1930 en á því skeiði, og reyndar fram eftir 20. öldinni, átti sér stað margþætt þróun í listsköpun.
Sjá nánarTré ársins 2025 verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn við gömlu kartöflugeymsluna á Selfossi á morgun, laugardag kl. 14:00. Það er Skógræktarfélag Íslands sem velur tré ársins ár hvert.
Sjá nánarÍ september komu til landsins fjórir sjálfboðaliðar á vegum Alþjóðateymis Árborgar.
Sjá nánarGleðifrétt frá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar.
Sjá nánar